Samsung Galaxy SIII verður kynntur í dag

Samsung mun kynna nýjan snjallsíma klukkan 18 í dag. Fréttavakt Símon mun fylgjast með og færa ykkur fréttir  um leið og þær berast.

Það sem hefur lekið út um gripinn er að hann verður með 1.4GHz  fjórkjarna Exynos 4 örgjörva. Einhverjir orðrómar hafa heyrst að hægt verði að fá símann í hvítum og bláum lit. Einnig hefur það heyrst að skjárinn verði mjög stór eða  4.8″ Super AMOLED og að upplausnin á skjánum verði 1280×720. Myndavélin verður heldur ekkert slor og mun ná 12MP myndgæðum.

 

Við bíðum spennt eftir að fá staðfestar fréttir um gripinn seinna í dag, fylgist með.

 

 

 

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] í þessu var Samsung að kynna Galaxy SIII. Við hjá Simon.is reyndumst nokkuð sannspáir í grein okkar fyrr í dag. Það eina sem í raun hafði ekki lekið út var útlitið.  Síminn er með 4.8″ Super […]

Comments are closed.