Sjónvarp framtíðarinnar: OZ-appið er komið út

Í dag kom út  OZ-appið, sem er gefið út af 365 miðlum í samstarfi við OZ. Það gerir notendum kleift að horfa á sjónvarpsdagskrána í snjalltækjum.

Með appinu er hægt að horfa á Stöð 2, aukarásir Stöðvar 2 og RÚV í beinni útsendingu. En auk þess er hægt að stöðva útsendinguna ásamt því að spóla til baka eina klukkustund aftur í tímann. Önnur sniðug þjónusta í appinu er „Safnið“. Notendur geta safnað saman þeim dagskrárliðum sem þeir fylgjast með sem birtast svo í „Safninu“ og því má segja að hægt sé að búa til sína eigin dagskrá.

Er OZ-appið sjónvarp framtíðarinnar?

Er OZ-appið sjónvarp framtíðarinnar?

OZ appið er einungis í boði fyrir iOS6 samhæfð tæki eins og er en það eru iPhone 4 og nýrri iPhone símar, iPad 2 og nýrri og iPod Touch 5. og 6. kynslóð.

Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, sagði í samtali við Vísi.is í dag að Ísland væri fyrsta markaðssvæðið sem fær OZ appið:

Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.

Næstu skref í dreifingu appsins verða svo ákveðin á næstu mánuðum samkvæmt Guðjóni og þykir líklegt að Evrópa eða Suður-Ameríka verði næst í röðinni.

Hægt er að fá prufuáskrift að Stöð 2 á OZ á app.stod2.is

Nánar um OZ-appið

OZ í App store

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] 2, Stöð 2 Sport 1/2 (ásamt aukarásum), Stöð 2 Bíó, Stöð 2 Krakkar og Stöð 3. Appið, sem hefur eins og stendur einungis verið til á iOS, hefur lengi verið á teikniborðinu hjá þeim. Á haustráðstefnu Advania sögðu þeir að OZ […]

Comments are closed.