Apple kynnir iOS 7
Nú rétt í þessu kynnti Apple endurhannað iOS7 stýrikerfi á WWDC ráðstefnunni í San Francisco.
Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessari uppfærslu síðan Jony Ives tók við yfirumsjón með hönnun á hugbúnaði fyrirtækisins. Breytingarnar voru mun meiri en búist var við og ganga mun lengra en að breyta útliti og hönnun stýrikerfisins, því það hefur verið endurhannað frá grunni.
Meðal nýjunga er endurhannað áminningakerfi (e. Notification center), bakgrunns vinnsla fyrir öll forrit (e. multitasking) og endurhannað tónlistar app. Tónlistar appið kemur nú með iTunes Radio sem svipar til Spotify, Rdio og Pandora. Myndavéla appið var tekið í gegn og býður nú upp á filtera svipað og Instagram og nú er auðveldara að fletta í gegnum hið nýja og endurhannaða mynda app.
Hægt er að skoða myndband og fá nánari upplýsingar um iOS á vefsíðu Apple en við munum fjalla ítarlega allt það sem kom fram á WWDC síðar í kvöld og vikunni.