Google Nexus 7 spjaldtölvan kynnt – myndband

Google Nexus 7 spjaldtölvan var kynnt á Google I/O ráðstefnunni fyrr í dag. Vélbúnaðurinn er framleiddur af Asus og kemur uppsett með nýjustu útgáfunni af Google Android (Jellybean). Nexus 7 mun kosta $199 (8GB) og $249 (16GB) sem gerir hana mjög samkeppnishæfa við bæði Apple iPad og Kindle Fire spjaldtölvurnar.

 

Google Nexus 7

 

Helstu eiginleikar Google Nexus 7:

  • 7″ IPS skjár í 1280×800 upplausn (216ppi)
  • Fjórkjarna Tegra-3 örgjörvi (CPU)
  • 12 kjarna skjáhraðall (GPU)
  • 1GB vinnsluminni
  • 1.2 megapixla myndavél á framhlið
  • 4325 mAh raflhaða sem endist í 8 klukkustundir
  • 8GB eða 16GB geymslurými
  • GPS, NFC, micro-USB.

Síðar munum við fjalla ítarlega um fleira sem kom fram á Google I/O 2012 ráðstefnunni. Fylgist með á Simon.is.

 

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] er eiginlega ekki hægt að bera þetta saman. Og það fer svolítið í taugarnar á mér þegar það er gert. Í fyrsta lagi er nálgun Google allt önnur, og er hugmyndin að fólk sé aðalega nota gripinn […]

Comments are closed.