Fjarlægðu Facebook tengiliði úr iPhone

Það getur verið mjög þægilegt að síminn þinn visti alla tengiliði af Facebook sjálfkrafa í símaskrána. En Facebook tengiliðir geta verið vinir, kunningjar og jafnvel fyrirtæki sem er óþarfi að hafa í símanum og því bendum við á þessa lausn til að losna við Facebook tengiliði úr iPhone.

 

  1. Veldu Settings
  2. Veldu Facebook í valmyndinni
  3. Stilltu Contacts á Off
  4. Smelltu á Update all contacts

 

Eftir þetta ættirðu að vera laus við Facebook tengiliði úr símanum!