iPad 3 væntanlegur fyrstu vikuna í mars!

Samkvæmt All Things Digital er iPad 3 spjaldtölva frá Apple væntanleg fyrstu vikuna í mars næstkomandi.

Tim Cook, forstjóri Apple, mundar iPad spjaldtölvu

Búist er við að Apple muni halda sérstakan viðburð í San Francisco en óvíst er hvað græjan mun kosta og hvenær hún kemur í verslanir. Líklega verður það samt einni viku eftir kynninguna eða um miðjan mars.

Myndir frá Macrumors.com sem sýna hinn væntanlega iPad 3

Samkvæmt orðrómi mun iPad 3 hafa betri örgjörva en iPad 2 og skarta mun hærri skjáupplausn eða 2048×1536 dílum sem er tvöfalt hærri upplausn en á iPad spjaldtölvum í dag.

Fréttir frá All Things Digital um væntanlegar Apple vörur hafa hingað til verið mjög áreiðanlegar og því mjög líklegt að nýr iPad verði kynntur í næsta mánuði.

 

Heimildir og myndir:
All Things Digital
Macrumors.com

Fylgstu með Simon.is á netinu

Komdu á Simon.is Live! 17. febrúar

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] og við sögðum frá nýlega verður ný iPad spjaldtölva líklega kynnt 7. mars næstkomandi. Það má því búast við því að verð á notuðum iPad spjaldtölvum muni lækka á næstu […]

Comments are closed.