Skjáskot: Heiða Helgadóttir – X-A, Björt framtíð
Heiða Helgadóttir er stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og í framboði í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir flokkinn. Hún á iPhone 4S og er mjög ánægð með hann!
Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?
Heiða Helgadóttir, ég er að bjóða mig fram til Alþingis fyrir Bjarta framtíð.
Hvernig síma ertu með?
iPhone 4S
Hvað elskar þú við símann þinn?
Hann er bæði fallegur og mjög mjög einfaldur – fyrir einfalda sál eins og mig.
Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Að ég hafi misst hann og hann er smá brotinn á bakinu.
Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
Leggja.is, facebook og instagram.
Telur þú að síminn muni nýtast vel við þingstörf?
Já.
Hver er draumasíminn þinn?
Minn sími þegar ég opnaði hann fyrst.
Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Það er allt hægt.
Hver er frægasta manneskjan í símaskránni þinni?
Jón Gnarr.