Ætlar Instagram að selja myndirnar þínar?

Uppfært 20.12.12Þetta var víst allt misskilningur og Instagram gaf út smá bloggpóst um málið. Þeir ætla að taka út textann sem fer inn á notkun mynda: “The language we proposed also raised question about whether your photos can be part of an advertisement. We do not have plans for anything like this and because of that we’re going to remove the language that raised the question”. Ætli þessir nýju skilmálar hafi ekki kviknað út frá eigandaskiptum? Skilmálarnir minna  mikið á Facebook skilmálana.

Það er ekki mikið búið að heyrast úr herbúðum Instagram síðan að Facebook keypti fyrirtækið en í dag kom tilkynning frá þeim um að þónokkrar breytinagar verða gerða á notendaskilmálum þeirra. Helsta breytingin sem liggur fyrir er á þá leið að myndir sem teknar eru og hlaðið inn í Instagram þjónustuna verða eign Instagram. Slíkt er ekkert endilega óeðlilegt eitt og sér þar sem ef sá háttur er á þá fylgir því klausur sem tryggja að viðkomandi þjónusta geri slíkt til að passa upp á efni fyrir notanda.

En það sem Cliquez ici pour jouer à Multi Hand European Blackjack Gold. veldur áhyggjum í þessum breytingum er að Instagram gefur sér leyfi í skilamálabreytingunum að mega nota og jafnvel selja myndir sem notendur hlaða inn án samráðs við notanda og gróði af sölunni rennur ekki til notendaþ  Einnig ef þú hleður inn myndum eftir 16.janúar og lokar svo reikningi þínum hjá Instagram þá eru skilmálar orðaðir þannig að Instagram/Facebook má selja og eiga þær myndir um alla tíð.

Þessar skilmálabreytingar eiga að taka gildi 16.janúar en miðað við fréttir sem hafa komið út og gagnrýni frá EFF (Electronig Frontier Foundation) sem dæmi. Þá er spurning hvort Instagram/Facebook bregðist við og jafnvel útskýri betur hvað liggi á bakvið þessar breytingar.

Hvað finnst þér um þessa skilmálabreytingu? Ætlar þú að hlaða fleiri myndum inn á Instagram?

Í tilefni þessa frétta þá mælum við með vefsíðunni Rich Kids of Instagram.

Heimild

http://news.cnet.com/8301-13578_3-57559710-38/instagram-says-it-now-has-the-right-to-sell-your-photos/

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] breytti nýlega notendaskilmálum eins og Símon greindi frá og hafa margir notendur fært sig og sínar myndir yfir á aðrar þjónustur í kjölfarið. Ein […]

Comments are closed.