Láttu uppvakninga elta þig með Zombies, Run!

Ert þú einn af þeim sem átt erfitt með að hoppa úr sófanum og fara að hreyfa þig?

Er hreinlega skemmtilegra að spila tölvuleiki og borða hvert Marsstykkið af fætur öðru?

Ef þú hefur gaman af hreyfingaleikjum og ævintýrum í heild sinni þá er Zombies, Run eitthvað fyrir þig.

Zombies, Run var upphaflega Kickstarter verkefni sem kom út fyrir iOs fyir ca. ári síðan og hefur nú gefið út nýja útgáfu fyrir Android og hefur leikurinn verið fremur vinsæll á báðum stýrikerfum.

Leikurinn snýst um útihlaup, útiskokk eða hreinlega skokk á hlaupabretti en leikurinn er svokallað hljóðævintýri eða “audio-adventure”. Það eina sem þú þarft er síminn þinn í vasann meðan hlaupunum stendur og þá ertu tilbúin/n í slaginn, mæli samt með heyrnatólum tengd í símann.

Það sem leikurinn gengur út á er að setja þig í hlutverk “Runner five” sem er strandaglópur í yfirgefinni borg í uppvakningatíð eða “zombie apocalypse”. Þitt markmið er að fylgja leiðbeiningum fólks sem talar við þig í gegnum talstöð. Markmiðið er hreinlega að lifa af. Þú átt t.d. að safna birgðum fyrir þorpið þitt, bjarga einstaklingum og redda hinum ýmsu vandamálum allt með því að hlaupa. Svo tengist þetta allt í undurliggjandi sögu sem verður bara meira spennandi með hverju borðinu sem líður. Þegar hverju borði líkur þá færðu svo tækifæri á að byggja upp höfuðstöðvar þínar og hjálpa fólki í neyð.

Leikurinn tengist við GPS símans og veit því á hvaða hraða þú ert að ferðast á. Leikurinn gerir þér líka þann grikk af og til að henda uppvakningahjörðum í þína átt og það kallar hreinlega á hörkuspretti inn á milli ef ég segi sjálfur frá.

Leikurinn er einhver skemmtilegasta afþreying sem ég hef séð þegar ég er að hlaupa og ég mæli með honum fyrir alla sem vilja fá smá fjölbreytni í útihlaupin sín.

Hér má finna leikinn á Appstore og á .

[youtube id=”GyFqZtKvya0″ width=”600″ height=”350″]

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] leikinn sem ber nafnið Zombies Run: 5k Training. Umfjöllunina okkar um fyrri leikinn má finna hér. Núna rétt fyrir áramót tilkynntu Six To Start að verið væri að vinna að framhaldi Zombies […]

Comments are closed.