Broken Sword serían með spennandi frumraun á Android

Síðan ég var krakki þá hef ég spilað leikjaseríu sem ber nafnið Broken Sword. Þessi æsispennandi sakamálasería hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í gegnum árin og var ég því himinlifandi að sjá það að nú get ég loksins notið þess að spila fyrsta leik seríunnar sem var að koma út endurútgefin fyrir android stýrikerfið og iOS.

Leikurinn sem ber nafnið Broken Sword: The Shadow of The Templars (Directors Cut) og er endurgerð fyrir android stýrikerfið gert af Revolution Software.

Í seríunni er farið í hlutverk lögfræðingsins George Stobbart og fréttakonunnar Nico Collard og reyna þau í sameiningu að leysa hinar ýmsu dularfullu ráðgátur sem gerast víðsvegar um heim.

Leikirnir í seríunni eru orðnir fimm talsins og eru leikirnir með hinu skemmtilega gamaldags “point and click” fyrirkomulagi.

Undanfarna daga hef ég verið að leika mér í leiknum og hefur Revolution tekist alveg einstaklega vel að færa leikinn yfir á spjaldtölvur og virkar hann einnig rosalega vel á nýjustu android snjallsímum.

Mæli hiklaust með Broken Sword: The Shadow of The Templars fyrir Android og iOS svona rétt til að upplifa klassíkina í nýjum búningi.

Leikurinn á Google Play:

Leikurinn á App Store: Broken Sword