Íslenskir leikjahönnuðir notfæra sér Unity
Rotor Episode 1 er flottur íslenskur leikur sem notfærir sér Unity vélina fyrir grafíkina.
Hér er á ferðinni skemmtilegur og flottur geimskipa-leikur þar sem takmarkið er að komast af plánetunni. Leikurinn er einstaklega erfiður og krefjandi. Skemmtilegt er að sjá möguleikana á að hafa söguna og ábendingarnar á íslensku.
Mismunandi skip koma til móts við mann sem eru mis erfið viðureignar. Spilarinn hefur þó úr ágætu vopnaúrvali að velja til að takast á við innrásargeimskipin.
Hægt er að fjárfesta í auka skjöldum sem og að kaupa fulla útgáfu af leiknum án þess að hætta í leiknum. Leikurinn er ókeypis en ef þetta er leikur sem þið hafið áhuga á og hafið gaman af, þá hvetjum við ykkur eindregið til að styrkja íslenska leikjaframleiðendur og versla leikinn.
Okkur þótti þetta vera ágætis leikur, í erfiðari kantinum en góðir leikir eiga að ögra spilaranum.
[youtube id=”YcNsuJPYx7k” width=”600″ height=”350″]