Jellybean uppfærsla fyrir Samsung Galaxy SII og Galaxy Note staðfest

Nú er búið að staðfesta  að Samsung Galaxy SII og Galaxy Note munu fá uppfærslu í Android 4.1.1. Þessir tveir símar eru þeir fyrstu sem fá þessa uppfærslu.

Skemmtilegasta viðbótin er klárlega Google Now, sem er svar Google við Siri frá Apple. Aðrar breytingar á kerfinu er hægt að skoða á vefsíðu Android.

 


Heimild