Settu hugmyndirnar á einn stað með Catch appinu

Hefurðu einhvertímann lent í því að fá klikkað góða hugmynd og ákveða að skrifa hana í bók, á hendina á þér eða á pappírsbút. Ég veit að ég lendi í þessu vandamáli dagsdaglega og hef ég fundið frábæra lausn við þessu vandamáli. Núna get ég notað snjallsímann minn til að geyma allar hugdettur og hugmyndir í einu þægilegu forriti sem ber nafnið Catch Notes.

Appið er gefið út af fyrirtækinu Catch.com og er það eins ofureinfalt í notkun. Í hvert skipti sem þú færð hugdettu þá opnarðu appið í símanum þínum, velur svo að skrifa nýjann minnismiða og vistar svo í réttar möppur sem þú skýrir að vild. Einnig er hægt að vista ljósmyndir í hugmyndaformi, stilla vekjaraklukku til að minna þig á miðann þinn, taka upp hljóðupptökur og útbúa lítinn minnislista.

 

Fyrirtækið catch.com er einnig búið að útbúa vafrastillingu fyrir appið þannig það er ekkert mál að tengja þetta allt saman saman og hafa þetta á einum stað.

Mæli hiklaust með þessu fyrir manneskjur sem vilja hafa skipulag á hlutunum og vilja helst ekki gleyma áhugaverðum hlutum maður vill eftirvill skoða síðar.

Skipuleggðu daginn betur með Catch Notes Appinu

 

Appið á Google Play:

Appið á AppStore: Catch Notes 

Heimasíða appfyrirtækis: Catch