Hvað er nýtt í iPhone 6S?

iPhone S-línan frá Apple er alltaf smá uppfærsla ofan á þann síma sem er í sölu. Þetta eru nær aldrei breytingar á hönnun símans nema þá nýir litir. Skoðum betur hvað nýi síminn hefur upp á að bjóða.

Rose Gold

iPhone-6S rose gold

Já það er nýr litur, til að trylla dömurnar: rose gold. Þetta er eiginlega bara bleikur. Hrikalegur litur að mati flestra í Símon hópnum. Ég hefði viljað sjá koparlitaðan iPhone frekar, sem þetta er mjög nálægt. En ef þú vilt að allir viti að þú eigir nýja iPhone, þá þarftu að velja þennan hrikalega lit. Sagan segir að hann sé uppseldur á Íslandi á flestum stöðum í 64GB útgáfunni.

Ný myndavél

Apple hækkaði loksins megapixla fjöldann, sem segir víst rosalega lítið um gæði en þeir gerðu það án þess að það bitni á gæðum. Hún fer frá 8 megapixlum í 12. Myndavélin er frábær, en þær eru það líka á LG G4 og Samsung Galaxy S6 (og systrum hans Edge símunum). Myndirnar eru mjög flottar, en ég bjóst við aðeins betri myndum við lága birtu.

 

En þetta er ekki myndavélin sem skiptir máli. Það er sú fremri. Hún er mikið betri! Ekki bara nota þeir skjáinn til að flassa, sem er snilld, heldur er hún mun skarpari. Hún fer úr 1,2 megapixlum í 5. Ég bar hana saman við iPhone 6 myndavélina og munurinn er svakalegur. Nú geta menn farið að Sölva sig!

3D touch

3D touch er lag á skjánum sem gerir símanum kleift að meta þrýsting. Þannig er hægt að gera ýmsar kúnstnir, eins og Peek og Pop. Þannig er t.d. hægt að þrýsta fast á Camera appið og fá upp flýtivalmöguleika, eða símann og fá upp þá sem þú hringdir í síðast. Það eru ekki öll öpp komin með svona fídus, en það verður gaman að sjá hvað app þróunaraðilum dettur í hug. Það er líka hægt að nota pop fídusinn til að skoða snöggt tölvupóst eða skoða Live Photos. Þegar þú þrýstir fastar á skjáinn, þá víbrar hann. Til að gera það töff, þá bættu þeir við nýrri víbr-vél (haptic engine), og til þess að gera það minnkaði Apple nú þegar of litla rafhlöðu. Það er frekar glatað, en þeir lofa sömu endingu og á iPhone 6 – sem er hræðileg.

 

Live Photos

Myndavélin getur nú tekið Live Photos, eða smá myndband sitthvoru megin við hverja mynd (með hljóði). Það er mjög skemmtilegt og kryddar hverja mynd.

Apple-iPhone-6S-UK-Preorder-iPhone-Preorder-Date-UK-Pickup-in-Store-Apple-Website-Down-Apple-Website-Not-Working-iPhone-6S-Apple-345484

 

iPhone 6S umfjöllun er væntanleg innan skamms frá Símon.is þannig að fylgstu með okkur á Facebook og Twitter svo þú missir ekki af neinu.