Finndu sönglagatexta með TuneWiki

 

 

 

 

 

Við hjá Símon.is elskum að fikta í símunum okkar og elskum sérstaklega þau öpp sem notfæra sem flesta eiginleika símans. Hér langar mig til að  kynna ykkur fyrir TuneWiki sem hefur verið frekar vinsælt í appbúðunum síðustu mánuði.

TuneWiki er forrit sem hjálpar tónlistarunnendum að nálgast lagatexta á einfaldan og þægilegan hátt. Forritið tengist inn í tónlistarsafnið þitt og flettir upp lagatextanum í gagnagrunni í hvert skipti sem þú spilar lag í forritinu. Um leið og lagið fer í gang þá spilast lagatextinn í takt við lagið. Þetta er einstaklega þægilegt þegar maður vill hreinlega setjast niður í rólegheitum og hlusta á tónlist með texta sem fólk gerir af og til þegar það vill slaka á.

Aðrir flottir fítusar eru í forritinu líkt og að tengjast við samfélag fólks sem deilir uppáhalds textunum sínum og myndast þarna Php Aide lítið samfélag tónlistaráhugamanna. Svo er einnig hægt að láta forritið hlusta eftir lögum sem þú heyrir úti á götu og nefnt það á nafn líkt og Shazam og Soundhound gera.

En forritið TuneWiki er fáanlegt frítt á , App Store og Windows Phone Marketplace.

Ef þið eruð mikið í textaleit þá er þetta eitthvað fyrir ykkur.

 

Simon.is á fleiri miðlum