Öppin í stafrófsröð í Samsung
Samsung Galaxy er að mínu mati með næst flottustu útlitsbætinguna á eftir HTC. Ég hef alveg getað lifað við það þar sem hægt er að bæta og breyta símanum vel með þeim skjágræjum sem eru í boði á markaðinum.
Það sem hefur alltaf farið í taugarnar á mér er uppröðunin á öppunum á valmyndinni, að geta ekki haft þau í stafrófsröð nema maður vilji sjálfur eyða tíma í að raða þeim. Og endurraða síðan í hvert skipti sem maður nær í nýtt app.
Mér til mikillar hamingju datt ég niður á appið „AppZorter for Touchwiz“ sem raðar öppunum í stafrófsröð. Forritið sjálft er með því einfaldara sem til er. Þú hefur í raun bara þrjá hnappa til að ýta á. „Sort“ til að raða öppunum, „Compact“ til að fylla upp í eyðurnar sem myndast þegar þú fjarlægir app og svo stillingar. Fyrir hinn meðal notanda er nóg að nýta sér fyrstu tvo valmöguleikana.
Fyrir über notandann þá er hægt að stilla hvort forritið eigi að raða inn í möppur eða taka úr þeim og raða svo, ásamt fleiru.
Hægt er að kaupa appið á 1.29$ og styðja framleiðanda þess og losna við auglýsingarnar.