Fling – Stýripinni fyrir iPad

Frá því að Apple opnaði hugbúnaðarverslun sína hefur orðið sprenging í leikjum fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Stór hluti leikjanna, og þá sérstaklega sá hluti sem hefur selst hvað best eru leikir sem eru hannaðir fyrir snertiskjái frá grunni. Leikir á borð við Angry Birds, Where’s my water og Cut the rope. En einnig komu fljótt fram hefðbundnari leikir á borð við fyrstu (og þriðju) persónu skotleiki. Þessum leikjum er stjórnað með stýripinna sem er á skjánum sjálfum. Fling er  hannað fyrir þá sem hafa gaman af slíkum leikjum en eru ekki ánægðir með að nota “á skjá” stýripinna.

Fling er stýripinni sem þú festir á skjáinn á iPad-inu með tveimur sogskálum. Fling festist yfir “á skjá” stýripinnann og þannig nemur leikurinn allar hreyfingar. Kosturinn við þetta er sá að þú færð betri tilfinningu fyrir hreyfingnum og allar hreyfingar eru nákvæmari.

Fling virkar almennt mjög vel. Þegar búið er að festa sogskálarnar þá helst hann fastur. Ekkert lagg er á hreyfingum. Í raun virkar þetta mjög svipað og að nota “analog” stýripinna á t.d. PSP eða PS3.

Flestir nýir 1. og 3. persónu skotleikir sem prófaðir voru eru með “fljótandi” stýripinna á skjánum og því er hægt að festa Fling pinnann hvar sem er á skjáinn. Í raun hentar hann vel í öllum leikjum sem eru með “á skjá” stýripinna. Ég prófaði hann í GTA 3, ShadowGun, Modern Combat 3, Fifa 12 og nokkrum öðrum leikjum og í öllum tilvikum virkaði hann 100% og stórbætti upplifunina við spilun.

Stærsti gallinn við Fling er að hann er helst til of sleipur. Efnið sem þumallinn leggst á er slétt gúmmí og því á það til að gerast að þumallinn renni til. Annar stór galli er verðið. Fling kostar 5.990 kr. í Epli. Það er, að mínu mati, aðeins of mikið fyrir lítið plaststykki með 2 sogskálum. Einnig er hægt að fá Sling Mini sem hentar fyrir snjallsíma. Sá kostar 4.990 kr. fyrir 2 í pakka.

Fling ætti að virka á öllum tegundum spjaldtölva en hann er hannaður fyrir iPad 1 og 2. þessi var prófaður á iPad 2.

Simon.is gefur Fling stýripinnanum 8,0 af 10 í einkunn.

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] takka til að stýra með heldur að þurfa að treysta á snertihnappana á skjánum eða skrítna aukahluti. Með þessu getur PS Vita boðið upp á bestu mögulegu stjórntækin hverju sinni, óháð því […]

Comments are closed.