Týndur iPhone? Hvað skal gera?

Það kemur reglulega fyrir að fólk týni hlutum. Síðast þegar ég týndi veskinu mínu fann það heiðarleg manneskja og kom því til skila ásamt öllu sem í því var. Þessi manneskja þurfti bara að taka eitt kort úr veskinu og þá vissi hún nafnið mitt og gat unnið sig út frá því. Það er mjög algengt að snjallsímar séu með læsingu sem þýðir að finni maður svoleiðis síma er ekki svo auðvelt að komast að því hverjum hann tilheyrir.

iCloud

Upphafssíða iCloud

Frá og með iOS 5 fylgir stýrikerfinu aðgangur að iCloud, sem er skýþjónusta Apple sem geymir afrit af þeim gögnum símans sem notandinn vill afrita. Geymsluplássið sem fylgir er 5GB en jafnframt er hægt að kaupa stærra geymslupláss þurfi maður þess.

Kort

iCloud sýnir staðsetningu símans á korti

 

Skilaboð og hljóð

Skilaboð sem ég sendi úr tölvunni í símann

 

Lock screen

Skilaboðin birtast í lock screen í símanum

 

Hluti af iCloud þjónustunni er aðstoð við að finna týndan síma, þjónusta sem heitir Find My iPhone. Með henni sér maður á korti hvar síminn er staðsettur. Þá er hægt að senda skilaboð í símann sem sá sem hefur símann sér, án þess að hafa aðgang inn í símann sjálfan.Þeir sem eru ekki með pin númer á símanum geta læst honum í gegnum þjónustuna. Síðast en ekki síst þá er hægt að eyða öllum gögnum af símanum í gegnum iCloud.

 

Að mínu mati er um að ræða mjög sniðuga þjónustu sem maður þarf vonandi aldrei að nota. Komi hins vegar til þess er frábært að hafa þessa möguleika. Sumir eru með viðkvæm gögn inná símunum sínum og er því mjög þægilegt að geta „straujað“ símann. Sé síminn rétt stilltur (wifi backup + iCloud) þá ætti maður ekki að tapa neinum gögnum, nema hugsanlega allra nýjustu sms-unum.

 

 

 

Þrír valmöguleikar

Þrír valmöguleikar

 

Stillingar

Mikilvægt að Find my iPhone sé virkt í stillingum símans

 

Til þess að hafa möguleika á þjónustunni er mikilvægt að hafa hana virkjaða í símanum. Farið í settings – iCloud og sjá til þess að þjónustan sé í gangi. Þeir sem hafa ekki Apple ID þurfa að stofna þannig. Þegar maður hefur skráð sig inn í iCloud í símanum þarf maður að passa að Find My iPhone sé virkt.

Til að hafa samband við týndan síma fer maður á icloud.com og skráir sig inn með Apple ID. Einnig er hægt að fá Find My iPhone app í Appstore. Vissulega kemur það ekki að notum í týndum síma, en appið notar maður til að hafa samband við týnda símann úr öðrum iPhone eða iPad.

iCloud á heimasíðu Apple.

Find My iPhone í Appstore.

 

 

 

 

 

Fylgstu með Simon.is á Facebook