Samsung kynnir tvær nýjar útgáfur af Gear snjallúrinu

Samsung hefur lekið út myndum og tækniupplýsingum af næstu kynslóð Galaxy Gear snjallúrsins sem kallast einfaldlega Gear 2. Upphaflega stóð til að afhjúpa Gear 2 á Mobile World Congress síðar í dag, en ljóst er að þeir hafa hreinlega ekki getað haldið þessu leyndu.

05_Gear_2_gold_2_verge_super_wide

Úrið verður fáanlegt í tveimur útgáfum, Gear 2 og Gear 2 Neo. Munurinn á þessum útgáfum felst aðallega í myndavélinni. Neo-útgáfan er ekki með myndavél, er léttara og kemur til með að vera nokkuð ódýrara en Gear 2.

Athygli vekur að Android stýrikerfið er ekki notað í nýju úrin en því hefur verið skipt út fyrir Tizen stýrikerfið. Það þykir vera skref í átt að því að gera Samsung snjallækin minna háð Android og Google, en Samsung hefur lýst því yfir að þeir vilji færa sig meira í þá áttina.

Helstu upplýsingar:

  • 1.0 GHz tvíkjarna örgjörvi
  • 1.63″ Super AMOLED skjár með 320 x 320 pixla upplausn
  • IrLED fjarstýring fyrir sjónvörp, myndlykla og fleiri tæki með WatchOn appinu
  • Púlsmælir
  • Skrefamælir
  • Æfingaskráning fyrir skokk, göngu, hjólreiðar og fjallgöngur
  • Hægt að svara og hafna símtölum, fá tilkynningar um SMS, tölvupóst og öðrum öppum
  • S Voice raddstýring, skeiðklukka, niðurteljari, veður o.fl.
  • Bluetooth tenging við síma eða heyrnartól

Myndavélin (á ekki við um Neo-útgáfuna):

  • Ljósmyndir – 2.0 Megapixel Auto Focus (1920×1080, 1080×1080, 1280×960)
  • Myndbandsupptaka – HD(720p, @30fps) – Staðlar: H.264, H.263 – Skráarsnið: 3GP og MP4

Frekari tækniupplýsingar má nálgast hér.

 

Gear 2

 

Heimild: Know Your Mobile