Verður Samsung Galaxy S5 kynntur í dag?

Flest bendir til þess að Samsung Galaxy S5 verði kynntur í dag á Mobile World Congress. Samsung heldur sinn blaðamannafund í kvöld kl. 21:00. Kynninguna kalla Samsung “unpacked 5″ sem gefur til kynna að S5 verði meðal þess sem Samsung mun sýna.

Galaxy S5 verður líklegast byggður úr áli og útlitð allt annað en á S4. Síminn verður vatns- og rykvarinn. Skjárinn verður 5,2” og allt innvols verður uppfært. Öflugri örgjörvi, meira minni, betri myndavél  o.s.frv. Áhersla Samsung verður á að bæta rafhlöðuendinguna og myndavélina. Einnig er orðrómur um að S5 verði án heimtakka og mun í staðinn nota snertitakka eins og nexus 5 frá Google. Axel Paul frá Símon er úti í Barcelona á MWC ráðstefnunni og munum við færa ykkur fréttir um leið og þær berast.

 

http://youtu.be/y42eQJmGbxk