Hlaðvarp Simon.is #2
Annað hlaðvarp Simon.is er nú komið í loftið og er smekkfullt af áhugaverðum umræðum. Það hefur margt gengið á síðan að við vorum síðast með hlaðvarp. Meðal annars má nefna byltingu á íslenskum fjarskiptamarkaði með nýjum þjónustuleiðum, nýjan HTC One síma, Android Wear stýrikerfi fyrir snjalltæki og Microsoft Office fyrir iPad. Að þessu sinni eru það Gunnlaugur Reynir, Atli Stefán og Axel Paul sem ræða málin.
Simon.is hlaðvarpið um héðan í frá vera á Alvarpinu, sem er nýr miðill þar sem má finna samansafn hlaðvarpsþátta í umsjón fólks með mikla ástríðu fyrir hinu talaða máli. Þar má finna aragrúa af áhugaverðum þáttum eins og Hefnendurnir með Hugleiki Dagssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, Áhugavarpið með Ragnari Hanssyni og Ástin og og leigumarkaðurinn með Sögu Garðarsdóttur og Uglu Egilsdóttur. Hlaðvarp Simon.is mun birtast þar annan hvern miðvikudag og kemur næsta hlaðvarp 16. apríl.
Við erum enn að feta okkur áfram í hlaðvarpinu, þannig að allar athugasemdir og hvatningarorð eru vel þegin!
Hægt er að setja Alvarpið í áskrift á iTunes Podcast með þessum hér.