Facebook á Windows Phone uppfært
Það hefur lengi verið til Facebook app fyrir Windows Phone og hefur það verið uppfært reglulega. Nýjasta uppfærslan kom í gær og á hún að laga ýmislegt sem hefur verið kvartað yfir hjá notendum Windows Phone.
Það sem hefur aðallega verið kvartað yfir er að það sé frekar hægvirkt ásamt því að ýmsir valmöguleikar sem hafa verið í Android og iOS hefur sárlega vantað á WP.
Samkvæmt Microsoft Store þá eru þetta nýungarnar fyrir Facebook á Windows Phone 8:
Improved performance, support for multiple resolutions and tile sizes plus more!
Appið hefur verið lagað mikið og virkar mun hraðar en það gerði, en spurning hvað “plus more” stendur fyrir.
Athyglivert er að sjá stuðning fyrir mismunandi skjástærðir en það bendir kannski til nýrra tækja?
Einfalt er að uppfæra appið með því að opna Store á símanum, finna Facebook og smella þar á Update
Hér er síðan hægt að sækja Facebook