Nova svarar verðbreytingum Vodafone og Símans

Nova var rétt í þessu að kynna breytingar á farsímapökkum til móts við það sem Síminn og Vodafone komu með fyrir helgi. Fyrirtækið kynnti nýjan pakka á 4.990 kr. er með ótakmörkuðum símtölum og smáskilaboðum. Verð á gagnamagni helst óbreytt sem þýðir að Nova býður nú lægsta verðið á gagnamagni. Þeir eru einnig þeir einu sem bjóða stærri gagnamagnspakka en 5GB með “ótakmarkaðri” þjónustuleið. Lauslega reiknað þá eru pakkar Vodafone, Nova og Símans á svipuðu verðbili fyrir þá sem þurfa 1GB gagnamagn eða minna. .Fyrir heimili með 2-3 farsímaáskriftir og litla gagnamagnsþörf þá eru pakkar Símans og Vodafone hinsvegar hagstæðari, því í þeim fæst hvert auka símkort á 2.990 kr. á mánuði. Hjá Nova er ekkert slíkt í boði. Þegar er horft á stakar áskriftir og hjá notendum með mikla gagnamagnsþörf þá  hleypur munurinn á þúsundum. Alterna eru ódýrastir í þessum efnum. 4.990 kr. fyrir “ótakmarkaðar mínútur og SMS” og 1GB fylgir með. Viðbótargagnamagn er hinsvegar dýrara hjá þeim en Nova.

Verðsamanburður sem Nova tók saman:

Ótakmarkað
mín. og SMS/MMS.
Án Netið í
símann
pakka
Netið í símann
500 MB
Netið í símann
1 GB
Netið í símann
2,5 GB
Netið í símann
3 GB
Netið í símann
5 GB
Netið í símann
10 GB
Netið í símann
15 GB
Nova 4.990 kr. 5.680 kr. 6.180 kr. 6.980 kr. 7.980 kr. 8.980 kr.
Vodafone 5.990 kr. 8.990 kr. 10.990 kr.
Síminn 5.990 kr. 6.990 kr. 8.990 kr.

Verðsamanburður 1. apríl 2014.