Instagram fyrir Windows Phone

Það hefur verið gagnrýnt töluvert að ekki sé til forrit frá Instagram fyrir Windows Phone. Það hafa komið mörg öpp frá ýmsum framleiðendum í Microsoft Store en ekkert sem hefur gefið notendum fulla virkni á þeim kostum sem Instagram býður uppá.

Simon hefur prófað mörg af þessum öppum en ekki fundið nothæft app sem gerir sambærilega hluti og við þekkjum af Android eða iOS. Þetta hefur nú breyst til batnaðar eftir að Itsdagram var uppfært.

Appið virkar mjög vel á Windows Phone 8 og kostar aðeins 249 kr

 

5 6 7 4

8 1 2 3

 

Við hjá Simon erum mjög ánægð með Itsdagram og mælum með því að Windows Phone 8 notendur prófi þetta skemmtilega app.

Hér er hægt að sækja appið