Á ÉG að gera það?! – Indriði er kominn á snjallsíma

Uppfært 11.1.2012: Gleðitíðindi, Indriði er kominn á Windows Phone! Sjá hlekk aðeins neðar.

Það er náttúrulega mjög margt sem mætti laga hérna, eins og til dæmis klósettin á langa ganginum, það er alveg sama hvað maður skrúfar og skrúfar kranana, það lekur alltaf vatn! Það er líka eitthvað hljóð í símanum mínum og hann hristist allur til. Hver á eiginlega að gera við það? Á ÉG að gera það?!

Það er öllum ljóst að það er kominn tími til þess að fjalla um að Indriði sé kominn á Android. Nú þarf ekki að leita lengra en í eitt app til þess að heyra klassíska frasa eins og „Það er eitthvað bank í ofnunum hérna“, „Aaaalveg“ og „Ert þú lögregluþjónn?“.

Indriði á Android er tilvalinn við hvaða aðstæður sem er! Er fundurinn leiðinlegur? Jarðarförin sorgleg? Bíómyndin róleg? Fæðingin leiðinleg? Hallaðu upp á flatt, sláðu þér á læri og smelltu á vel valinn frasa frá einni ástsælustu persónu Íslandssögunar.

Hér eru nokkrar umsagnir um appið:
„Þetta app ætti að vera staðalbúnaður í alla síma“ – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
„Tímalaus snilld“ – Einhver á Google Play Store
„Hættu að hringja í mig, ég veit ekkert um þennan Indriða“  – Jón Gnarr
„Djöfull vildi ég að ég ætti Android síma núna..“ – Tim Cook
„Það er alltaf eitthvað bank í ofnunum“ – Indriði

Ef þú hefur nú þegar ekki sótt þetta app skaltu gera það strax!

Hér er einnig að finna Indriða fyrir Windows Phone snjallsíma.

http://www.youtube.com/watch?v=99r8G-mRx-o