Örnámskeið Simon.is og Nýherja: Windows 8 og Góð skólaöpp

ornamskeid

Simon.is og Nýherji hafa ákveðið að taka höndum saman og bjóða upp á frí örnámskeið. Námskeiðin sem verða í boði verða Windows 8 annars vegar og Góð skólaöpp hins vegar. Það kostar ekkert á námskeiðin og eru allir velkomnir.

Windows 8

Varstu að fá þér nýja tölvu? Er Windows 8 á henni? Kanntu lítið á það og finnst það óþægilegt? Ef svarið er já við einhverri af þessum spurningum þá ættirðu að kíkja á örnámskeið okkar um Windows 8. Þar förum við í gegnum hvernig á að stilla Windows 8 eftir eigin smekk, helstu leynileiðir og ýmis sniðug forrit. Engin spurning er heimskuleg og við reynum eftir fremsta megni að koma öllum af stað á Windows 8. Næsta námskeið verður haldið fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 17:30 í Stúdentakjallaranum. Allir eru velkomnir, það kostar ekki neitt og góð tilboð verða í boði á veigum.

Skráning fer fram á vefsíðu Nýherja.

 

Góð skólaöpp

Áttu fartölvu? Spjaldtölvu? Snjallsíma? Lærðu að notfæra þér þessi tæki í skólanum og auðvelda þér til pokies online muna að glósa, læra og vinna með öðrum. Á námskeiðinu kennum við til dæmis hvernig á að nota öflug glósuforrit, skýjalausnir og fleira sniðugt á milli allra þessara tækja. Evernote, Google Drive og Skydrive eru dæmi um forrit og þjónustur sem við munum fara í gegnum. Ekki missa af þessu ef þú ert á leiðinni í skóla í haust! Næsta námskeið verður haldið fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 17:30 í Stúdentakjallaranum og þar næsta verður laugardaginn 31. ágúst kl: 13:00 í verslun Nýherja, Borgartúni 3. Allir eru velkomnir og það kostar ekkert!

Skráning fer fram á vefsíðu Nýherja.