Facebook Lite fyrir þróunarlöndin

Facebook hefur gefið út lite útgáfu af android appi sínu. Útgáfan er sérhönnuð fyrir kraftminni Android tæki eins og eru vinsæl víða í Afríku og Asíu. Það kom út um helgina í Bangladesh, Nepal, Nigeríu, Suður Afríku, Súdan, Sri Lanka, Víetnam and Zimbabwe. Ekkert hefur verið ákveðið um önnur lönd. Appið er aðeins 252 kilobyte að stærð og er sérhannað til að virka vel á hægari farnetum á borð við 2G og Edge. Með appinu ætlar Facebook sér augljóslega að ná til enn stærri hóps netnotenda.

Heimild: The Verge