Þreyttur á að vera stoppaður af löggunni?

Þá er ágætt að fara með spyrnukeppnina í símann eða spjaldtölvuna.

Drag racing er mjög ávanabindandi leikur sem er bæði til fyrir Android og iOS stýrikerfin.  Hann gengur út á að keppa í spyrnu, safna peningum og virðingu (respect points) og að kaupa betri og flottari bíla.

Hægt er að velja á milli mismunandi keppna:

Race offline.

– Þá velur maður erfiðleikastig og keppir á móti tölvunni.

Quick race.

– Face to face. Andstæðingurinn er “random” upptaka af öðrum keppanda sem er á svipuðum bíl og þú.

– Drivers Battle. Keppt er við andstæðing þar sem þið eruð báðir á eins bílum (þú keppir ekki á þínum bíl).

– Bet and Race. Virðingin er lögð að veði (respect points)! Þetta er líklega fljótasta leiðin til að vinna (eða tapa) virðingu.

Pro League.

– Hér er tekið þátt í þátt í 10 bíla spyrnukeppni. Andstæðingarnir sjást ekki heldur gerir bara eins vel og maður getur og svo er gerður upp tími allra þátttakenda. Þetta er í raun eina keppnin í leiknum þar sem keppt er við aðra spilara í rauntíma. Annars er verið að keppa við gamlar upptökur frá öðrum spilurum.

Friends.

– Ef þú ert búinn að skrá hverjir eru vinir þínir geturðu séð þeirra besta tíma á hverju leveli og keppt við upptökurnar.

Spilun leiksins er einföld, í byrjun spyrnunnar þarf bara að gefa inn og ræðst startið af því hvernig snúningurinn á vélinni er þegar ljósið verður grænt. Svo er bara að skipta um gíra og skjóta nítróinu inn á réttum stað. Í raun er þetta mjög svipað og spyrnukeppnin í Need for Speed fyrir þá sem þekkja þann tölvuleik þó þessi sé auðvitað töluvert einfaldari og í tvívídd en ekki þrívídd.

Þegar búið er að vinna nokkra kappakstra er málið að fara í bílskúrinn. Þar er hægt að kaupa og selja bíla. Uppfæra gömlu bílana, stilla hlutfallið á gírunum og sprauta þá í nýjum lit. Þegar bíll er orðinn nógu góður þá fer hann upp á næsta level og þá fær maður erfiðari mótherja. Borðin (levelin) í leiknum eru 10 og er hægt að velja á milli 50+ bíla.

Leikurinn er eins og áður segir bæði til fyrir Android og iOS stýrikerfin og ekki skemmir fyrir að hann er ókeypis.

 

Drag Racing á App Store fyrir iOS

Drag Racing á Android Market