Vivaldi – Nýr íslenskur vafri

Vivaldi er nýr íslenskur vafri úr smiðju Jón Von Tetzchner, fyrrum forstjóra og meðstofnanda Opera. Vivaldi er byggt af sprotafyrirtæki undir sama nafni sem starfar í Innovation House, sem er staðsett í Eiðistorgi. Vafrinn er ekki kominn út opinberlega, en hægt er að fá að prófa hann.

Vivaldi er byggt á Chromium vefvélinni, sem er byggt á WebKit og kemur frá Google. Ofan á það eru skemmtilegir eiginleikar eins og skipanir (e. quick commands), flipabunkar (e. tab stacks) og glósur (e. notes). Svo er alveg heill hellingur á leiðinni.

Kynnið ykkur Vivaldi nánar hér.