Super stickman golf [iOS / Android] – Hressandi golfleikur

Super stickman golf er mjög einfaldur golf leikur eins og nafnið gefur til kynna. Markmiðið er að sjálfsögðu að koma kúlunni ofan í holuna og eftir því sem líður á leikinn fá leikmenn fleiri aukahluti (powerups) eins og muligan (gera aftur), bolta sem festist við veggi, ísbolta og fleira. Leikmenn fá viðurkenningar fyrir að klára brautir á ákveðnu skori undir pari og geta notað þessar viðurkenningar til að kaupa aukahluti.

Leikurinn sjálfur er ekkert sérstaklega frumlegur. Örvatakkar á skjánum eru notaðir til að velja stefna boltans og “Go!” takkinn til þess að velja skotkraft. Ef leikmaðurinn nær að fylla Go! mælinn þá fær hann aukakraft til að skjóta boltanum. Viðmót leiksins, spilun og hljóð er til fyrirmyndar og því auðvelt að mæla með leiknum.

Super stickman golf er frír á Android market en kostar $0.99 í App store.

qrcode

Android

iPad

qrcode

iPhone

Fylgstu með Simon.is á Facebook