Uppfærsla sem allir hafa beðið eftir. Facebook appið uppfært í iPhone og iPad

Allir sem eiga iPad eða iPhone vita að Facebook appið hefur hingað til verið nánast ónothæft í tækjunum. Appið hefur verið gagnrýnt mikið fyrir hversu hægt það hefur verið. Nú er staðan breytt því loksins hafa Zuckerberg og félagar hjá Facebook uppfært appið.

Appið á að vera tvöfalt hraðara og við fyrstu prufun verð ég að segja að það lítur út fyrir að svo sé. Appið er miklu hraðara en það var.

Skelllið ykkur í App Store í símanum eða pöddunni og sækið uppfærsluna. Þetta er kannski ekki fullkomið og enn vantar ýmsa fídusa sem við viljum fá í appið. Þetta er allavega skref í rétta átt.