Myndavélalinsa fyrir iPhone – umfjöllun

Seinni part síðasta árs fékk Simon.is Olloclip linsu lánaða hjá Epli til prufu. Um er að ræða lítið stykki sem er í raun þrjár linsur og er smellt á símann með einu handtaki. Linsurnar eru fiskiauga (e. fisheye), víðlinsa og macro.

3273

Það verður að segjast eins og er að þetta er mögnuð græja. Stykkið sjálft er lítið og handhægt og mjög auðvelt og fljótlegt að smella því á símann. Fyrir þá sem hafa símann í hulstri getur verið smá vesen að taka símann úr hulstrinu til að smella linsunum á símann. Mín skoðun er sú að maður á ekki að hafa símann í hulstri, nema í sérstökum aðstæðum. Þetta er allt of dýr og flott hönnun til að fela í misjafnlega flottum hulstrum. Einnig má benda á að það er hægt að fá sérstök hulstur sem gera ráð fyrir Olliclip linsum.

Með Olloclip fylgir sérstakur lítill poki til að geyma linsurnar í. Því er ekkert því til fyrirstöðu að ganga með linsurnar á sér dags daglega og vera tilbúinn að taka flottar myndir. Að sjálfsögðu er líka hægt að taka myndskeið með linsunum.

Að neðan fylgja nokkrar myndir sem við tókum með mismunandi linsum á iPhone 4S.

Maldon saltflögur

Maldon saltflögur myndaðar með macro linsu. Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð.

Eggjaskurn

Eggjaskurn. Smelltu á myndina til að sjá hana í fullri stærð

Háskólatorg

Fiskiaugað gefur skemmtilega vídd í myndirnar. Smelltu á myndina til að sjá hana í fullri stærð.

Hrísgrjón

Hrísgrjón stækkuð með macro linsunni. Smelltu á myndina til að sjá hana í fullri stærð.

Án víðlinsu

Birtuskilyrðin ekki þau bestu en glöggt má sjá muninn með og án víðlinsu.

[youtube id=”DzKiQpj9Lbo” width=”600″ height=”350″]

Sem fyrr segir er hægt að fá Olloclip linsuna í Epli og kostar græjan 11.990 kr. fæst hún fyrir bæði iPhone 4(S) og iPhone 5(S).