Viber – Ódýrari símtöl yfir net

Viber er app fyrir iPhone og Android snjallsíma sem gerir notendum kleift að hringja og senda sms yfir netið. Appið tengist 3G eða þráðlausu neti símans og notar því gagnamagn í stað hefðbundinnar símaþjónustu sem ætti að skila sér í ódýrari símtölum.

Viber er gríðarlegra vinsælt meðal iPhone notenda og nú er það loksins komið inn á Android markaðinn. Helstu kostir Viber eru að hljómgæði símtala eru mun betri heldur en í gegnum venjulega síma þjónustu, notendur þurfa ekki að skrá sig eða gefa upp netfang og þjónustan er ókeypis og án auglýsinga.  Þegar forritið er sótt er símanúmer slegið inn, notandinn fær sms til staðfestingar og getur strax byrjað að nota appið. Það er óþarfi að bæta við nýjum tengliðum því Viber notar tengiliði sem eru vistaðir inni á símtækinu. Hægt er að sjá alla tengiliði en einnig er boðið upp á að fletta bara í gegnum þá tengiliði sem eru búnir að sækja appið. Ef Viber notandi hringir úr appinu í tengilið sem er ekki búinn að sækja Viber, þá  tengist símtalið gegnum hefðbundna símaþjónustu og notandinn borgar fyrir venjulegt símtal. Það er því kjörið fyrir Android notendur að skipta út venjulega “dialer” appinu fyrir Viber.

SMS virka nokkuð vel á Viber

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ókostirnir við forritið eru allt of margir. Í fyrsta lagi eru fáir notendur Viber eru á Íslandi en mögulega gæti það náð miklum vinsældum á stuttum tíma svipað og gerðist með Skype. Ef notandi vill bjóða öðrum að nota appið þá er ekki boðið upp á að senda boð í gegnum tölvupóst.

Stundum gengur erfiðlega að fá appið til að bæta við Viber tengiliðum sem eru nýbúnir að setja upp appið í símanum sínum. Í einhverjum tilfellum er nóg að bæta +354 fyrir framan símanúmer viðkomandi og þá kemur hann inn sem Viber tengiliður. En almennt er upplifunin mjög góð þegar appið er notað.

Stærsti ókosturinn við appið er hversu mikil gremja fylgir því að reyna að halda uppi samræðum í gegnum það. Það er nánast ekki hægt að klára símtal nema að þú og viðmælandi þinn séuð báðir á blússandi hröðu og stöðugu neti. Stundum er það ekki einu sinni nóg. Þjónustan er ótrúlega óáreiðanleg og yfirleitt endar Viber símtal á að annar hvor notandinn hringir venjulegt símtal.

Viber lofar ótrúlega góðu. Viðmótið er mjög þægilegt og flott en virkni appsins er bara því miður of léleg til að það sé nothæft. Þjónusta eins og þessi er samt það sem koma skal og því verður fróðlegt að sjá hvernig stóru símafyrirtækin munu bregðast við þjónustum eins og þessari í framtíðinni.

 

iPhone

Android

Myndir: Android Market

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] ekki að fara mörgum orðum. Við fjölluðum um appið fyrir skömmu og má lesa þá umfjöllun hérna. Það sem ég myndi vilja bæta við er að einfaldlega að leggja áherslu á hversu mikil snilld […]

Comments are closed.