Upplýsingar um Samsung Galaxy Tab 3 Lite leka út

Þjónustusíða Samsung í Póllandi lak óvart út upplýsingum um næstu spjaldtölvu fyrirtækisins “Galaxy Tab 3 Lite”. Tölvan verður með 7″ skjá með 1024X600 í upplausn, 1.2 GHz örgjörva og 1GB í vinnsluminni. Myndavélin er aðeins 2MP og vinnsluminnið 8GB. Micro SD kortarauf er á tölvunni. Rafhlaðan er 3.600 mAh sem ætti að duga í 7-10 tíma. Verðið í Póllandi er tæpar 20.000 kr. þannig að hún ætti að kosta undir 30.000 kr. hér á landi. Talið er að tölvan verið kynnt opinberlega á næstu vikum. Miðað við þessar upplýsingar verður spjaldtölvan ekki sú öflugasta, en verðið er líka alveg eftir því.

Heimild: Engadget