Búðu til þitt eigið tímarit með Flipboard 2.0 – myndband

Ný útgáfa af Flipboard kom út í dag fyrir iOS. Stærsta breytingin er sú að nú geta notendur sett sig í spor ritstjóra og búið til sín eigin tímarit. Með því að smella á plús við hverja grein, myndband, hljóðbút, tweet eða Facebook status er hægt að bæta við efni í tímaritið sitt og velja svo hvort það sé opið (public) eða til einkanota (private). Aðrir Flipboard notendur geta svo gerst áskrifendur að Flipboard tímaritum sem búið er að safna saman þeim að kostnaðarlausu.

Flipboard gáfu út myndband sem útskýrir helstu breytingarnar:
[youtube id=”I9dv5QVs2_c” width=”600″ height=”350″]

Þessi nýja útgáfa af Flipboard er aðeins fáanleg fyrir iPhone, iPad og iPod touch eins og er Android útgáfa er væntanleg.

Sækja Flipboard 2.0 (iOS)

Heimild:
Flipboard.com

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] smiðju Facebook heitir Paper (iOS 7). Þarna er búið að blanda saman Facebook og fréttum (a la Flipboard). Notandinn velur hvaða fréttaflokka hann vill sjá (tækni, vísindi, matreiðsla, fræðsla […]

Comments are closed.