Er þetta næsti Galaxy S?

Nú styttist óðum í að Samsung Galaxy S IV verði tilkynntur. Nokkrir orðrómr hafa verið á sveimi um hvað síminn muni innihalda og má þar helst nefna að hann muni innihalda átta kjarna örgjörva. Við erum mjög spennt að fá meiri upplýsingar um þetta tryllitæki og munum færa ykkur fréttir um leið og þær verast.

Samsung hefur verið með herferð í gangi sem á að æsa fólk upp fyrir tilkynningunni núna á fimmtudaginn. Nýtt myndband hefur verið sett á netið til að halda sögunni gangandi.

 

[youtube id=”YzkfC7–jog” width=”600″ height=”350″]

Myndir hafa verið að leka út á netið frá Kína sem fólk vill meina að séu af nýja gripnum. Nú verður hver að dæma fyrir sig, en við bíðum spennt eftir að hulunni verði svipt af þessu nýja flaggskipi Samsung.

Heimild: The Verge

145339mfgjejl6mmj1pxqj 152909z0a02wa0bpqhd8p0 145339jmmkjxj9mkduv1j9