Andlitslyfting Google Play

Google tilkynnti nýjustu útgáfu af Google Play versluninni í dag og með henni koma miklar útlitsbreytingar. Vert er að nefna strax að mikilla áhrifa er að finna frá Google Now spjaldanna sem er orðinn grundvöllur fyrir mikið af hönnun sem gert er fyrir Android í dag.  Það kemur ekki mikið á óvart í uppsetningunni, ennþá eru forrit með sömu flokka og í fyrri útgáfum og eru aðal breytingarnar útlitslegar. Einnig er búið að straumlínulaga verslunarferlið þegar forrit og leikir eru keyptir.

Hér má sjá Play Store fyrir uppfærslu, vinstra megin á síma og hægra megin á spjaldtölvu:

simon-playstore-1

Hér er svo nýja útgáfan, vinstra megin á síma og hægra megin á spjaldtölvu:

simon-playstore-2

 

Eins og sjá má eru breytingarnar umtalsverðar og eru þær mjög góðar. Uppfærslan kemur á öll Android tæki með útgáfu 2.2 eða nýrri og á hún að rúlla út á næstu dögum. Fyrir óþolinmóða má nálgast hana hér á Simon.is, en það er alfarið á eigin ábyrgð að setja hana inn.

 

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] og Simon fjallar um hér þá tilkynnti Google í gær að þeir væru að uppfæra markaðinn með það að markmiði að […]

Comments are closed.