iPhone 5S

Nýr iPhone væntanlegur í sumar?

Wall Street Journal greinir frá því að Apple muni hefja framleiðslu á nýrri útgáfu af iPhone á öðrum ársfjórðungi þessa árs og muni líklega hefja sölu á símanum næsta sumar. Búist er við að þessi nýja útgáfa verði uppfærsla á iPhone 5 svipað og iPhone 4S var uppfærsla á iPhone 4. Apple er þekkt fyrir að leka fréttum eins og þessum fyrst til Wall Street Journal og þessi orðrómur verður því að teljast frekar áreiðanlegur.

Á sama tíma spretta upp vangaveltur um hvort að ódýrari útgáfa af iPhone sé væntanleg á markað á sama tíma. Af því tilefni spyrjum við lesendur á Facebook síðu Símon: Mun Apple setja ódýra útgáfu af iPhone á markað?

Mun næsti iPhone vera svipaður og iPhone 5?

 

Heimild: