Google verður með sprengjur í vor

Nú styttist óðum í að tæknirisinn Google haldi ráðstefnu sína I/O þar sem nýjungar frá þeim hafa verið kynntar. Á ráðstefnunni í fyrra kynnti Google okkur fyrir nýjum hlutum í Android stýrikerfinu sínu, skýjaþjónustunni Google Drive, Google TV, endurbætt Google Maps, snjalltækið Google Glass, uppfærðan Chrome vafran og nýja eiginleika Google+ samskiptamiðilisins. Google sýndi okkur hvernig Google Glass virkar með aðstoð fallhlífastökkara.

I/O ráðstefnan verður þetta árið einum mánuði fyrr en hún var í fyrra eða 15-17.maí. Munu þeir toppa síðustu ráðstefnu með einhverjum sprengjum? Skoðum aðeins orðrómana um þetta ár.

Motorola að vinna að síma

Eins og við sögðum ykkur frá þá keypti Google Motorola fyrir um tveimur árum. Motorola hefur gefið út nokkra síma eftir að Google keypti Motorola sem þeir voru að vinna að áður kaupin áttu sér stað.  Google og Motorola hafa  verið að vinna að snjallsíma í einhvern tíma núna eftir kaupin.  Búist er við því að  Google tilkynni nýjan símann á I/O Developer Conference ráðstefnu sinni í maí.

Síminn er aðeins þekktur undir nafninu X-Phone og hvorki Google né Motorola hafa viljað tjá sig um hann.

Undanfarið hefur Google í samstarfi við Motorola verið að þróa betri myndavélar, beygjanlega skjái og sagt hefur verið að þessi sími muni gjörbylta snjallsímamarkaðinum.

Google Glass

Líkt og við höfum sagt frá áður, er Google að vinna að snjallgleraugum. Google Glass voru tilkynnt á seinustu ráðstefnu af stofnanda Google Sergey Brin. Það verður spennandi að sjá meira um Google Glass. Google hefur verið að vinna að þróun þeirra á fullu, og hafa byrjað á betaprófunum. Þróunaraðilar geta víst komist yfir eintak af gleraugunum núna á $1500. Glass kemur svo vonandi á markað seint á árinu eða á því næsta.

[youtube id=”qYdVpNWc30g” width=”600″ height=”350″]

Við fáum svo væntanlega að heyra meira af Chrome, Google+, Key Lime Pie sem og fleiri hlutum.

Það verður spennandi að fylgjast með þegar nýjar upplýsingar koma í ljós í vor!

 

Heimild: The Verge,  BGR

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] að Google kynntu nýjasta tækniundrið Google Glass hafa margar mismunandi skoðanir sprottið upp. Ýmsir telja að með þeim verði samband manns […]

Comments are closed.