Ný Android leikjatölva safnar $1.000.000 á sólarhring (myndband)

 

Það hlaut að koma að því að einhver framleiðandi myndi taka android stýrikerfið og skella því á leikjatölvu. Fyrirtækið OUYA nýtir  til þess að fá notendur til að fjármagna framleiðslu og þróunina á þessari leikjatölvu. Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki heitið því að vörur þeirra komi út fyrir þessa leikjatölvu en allra helst má þarf nefna Mohjang sem framleiða Minecraft sem og fleiri indie leiki.

Þegar 28 dagar eru eftir að fjármögnuninni hjá Kickstarter hefur vélin náð því markmiði sem stefnt var að eða $950.000 og hefur nú þegar safnað meira en $2.000.000! Upphæðin mun líklega halda áfram að hækka  því æstir tölvuleikja sem og græju aðdáendur munu klárlega reyna allt til að tryggja sér eitt stykki.

Leikjatölvan mun kosta um 100$ sem mun vera um 12.901 kr og stefnt er að því að vélin komi út vor 2013.

Vélin mun hafa Tegra 3 quad-core örgjörva , 1GB innraminni (RAM) og 8GB flass minni, sem og 1080p HDMI tengi. Vélin mun keyra á android 4.0 Ice cream sandwich og hönnuð svo að notandinn geti hakkað vélina ef hann vill.

 

 

 

 

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Bæði Nörd Norðursins og Símon.is hafa birt fréttir um þetta skemmtilega framtak og áhugamenn um Android hafa glaðst mikið yfir […]

Comments are closed.