Dell XPS 13 2-in-1 umfjöllun
Dell XPS 13 er ein vinælasta Windows fartölvan þessa dagana og hefur unnið fjölda verðlaun fyrir hönnun og eiginleika. XPS línan er leggur áherslu á hönnun, gæði og afköst. XPS13 er 13″ tommu fartölva sem er örþunn, með nær enga kanta í kringum skjáinn (edge-to-edge infinity skjár) fistölva (ultrabook). Eða svona “MacBook Air killer”. Dell XPS 2-in-1 snertiskjásútgáfan af þeirri tölvu og snýst skjárinn alveg undir tölvuna sjálfa. Þannig er hægt að nota hana sem spjaldtölvu. Eða tjaldtölvu, eins og Gulli í Tæknivarpinu.
Hönnun
Tölvan er mjög vel hönnuð, og ber af í samanburði við aðrar Dell tölvur. Lok og botn á tölvunni er úr fallegu gull-lituðu áli. Innan á tölvunni er svo koltrefjaefni með klassísku mynstri, sem gæti verið fallegra en er þolir víst ýmislegt. Tölvan er samt ekki úr koltrefjum, bara efri hluti lyklaborðsins.
Tölvan mjókkar aðeins frá baki að framenda, svipað og MacBook Air, sem er mjög fallegt. Það er mjög erfitt að opna tölvuna og þarf alltaf tvær hendur til þess nema eftir þrotlausar æfingar með einni hendi. Hjarnirnar eru úr sama fallega gull-litað álinu og koma mjög vel út.
Tölvan er með einu USB-C tengi, sem hleður tölvuna og fylgir með létt hleðslutæki með stöðuljósi á hausnum sem reyndist mjög vel. Einnig er mSD minniskortarauf og mini Display port skjátengi. Svo er auðvitað Jack-tengi fyrir hljóð. Hjá því tengi er svo rafhlöðutakki til að sýna stöðu rafhlöðunnar. Hægra meginn á tölvunni er svo ræsitakki, sem er hræðilega hannaður. Hann er ómerktur og það er mjög óþægilegt að ýta á hann.
Skjárinn
Við fengum betri skjáinn af tveimur í prófanir sem er með 3200×1800 pixla upplausn (hinn er með 1920×1080). Þetta er frábær skjár og ekki bara skarpur heldur einnig með góða birtu (~300 nits).
Svo er skjárinn auðvitað nær kantalaus, sem gerir tölvuna nettari og fallegri. Þrátt fyrir þetta þá eru nokkrir vankantar á skjánum. Sjálfvirk birtustýring er ekki nógu góð og skjárinn blikkar aðeins við breytingu á birtustiginu. Vefmyndavélin er svo undir skjánum, en ekki fyrir ofan hann, sem nær góðu sjónarhorni á undirhökunni. Talsvert megrandi sjónarhorn.
Hjarirnar eru vel hannaðar og halda skjánum í réttri stöðu, þrátt fyrir að hann sé snertur. Þegar skjárinn er settur í tjaldstöðu eða undir tölvuna, þá slokknar sjálfkrafa á lyklaborðinu og músinni. Þegar tölvan kemur úr kassanum, er hún forstillt með 250% skölun, sem gersamlega yfirdrifið og þarf að lækka þá skölun niður í 150-175%. Skölun á Windows er þar að auki ekki alls staðar, og getur viðmótið verið kjánalegt á sumum stöðum (til dæmis alltof smátt form í samanburði við annað). Í heildina, þá er þetta einn besti skjár sem ég hef notað á fartölvu.
Lyklaborð og mús
Lyklaborðið er mjög þægilegt svart chiclet lyklaborð með FN lyklaröð. FN lyklaröðin er reyndar stilt inn á flýtileiðir eins og hljóðstyrk og afspilunartakka, en það er ekkert mál að breyta því með því að ýta á FN og ESC. Það er ein hefðbundin snertimús fyrir neðan lyklaborðið og er hún án takka. Hægt er að þrýsta neðst á hana til að smella, til vinstri eða hægri. Snertimúsin er í minna lagi, en ætti að vera flestum nóg. Þetta er ekki besta snertimúsin sem ég hef notað, en hún sinnir hlutverki sínu ágætlega. Ég var mjög fljótur að venjast lyklaborðinu og farinn að skrifa nokkuð hratt og rétt á örfáum dögum.
Svo er fingrafaralesi á tölvunni, sem er alger snilld. Lengi vel voru fartölvuframleiðendur með fingrafaralesa sem þurfti að renna yfir. Svo kom Apple TouchID. Þá allt einu komu fingrafaralesar sem þarf bara að þrýsta á snögglega. Og ég er að elska það #12stig
Fartölva sem spjaldtölva
Snertiskjárinn gerir mjög lítið fyrir mig. Maður notar hann örsjaldan í fartölvustöðu, en það gerist alveg. Sérstaklega í forritum eða vefsíðum sem eru með stóra takka eða fleka, sem mjög hönnum sem er alltaf að verða algengari. Ég veit vel lifað án þess að snerta tölvuna í fartölvustöðu. Ég prófaði svo að nota tölvuna sem spjaldtölvu og það gerði lítið sem ekkert fyrir mig. Það er ótrúlega fá öpp sem virka fyrir Windows 10, og öll þeirra veita ekkert umfram hefðbundnar útgáfur sínar. Eina sem heillaði mig er möguleikinn á því að teikna, sem ég geri mjög sjaldan sjálfur. Ef ég ynni við það, væri ég líklega frekar með teiknibretti eða alvöru spjaldtölvu. Ég skil af hverju Dell fékk sig knúið til að þess að búa þessa tölvu til. Snertiskjáirnir eru mjög hæpaðir, og staðan núna er “af hverju ekki?”. Þú þarft ekkert að nota snertiskjáinn, þetta er alveg jafngóð fartölva án þess. Núna er þetta eitthvað sem Windows tölvur hafa framyfir Mac tölvur. En ég myndi frekar kaupa góða fartölvu og svo góða spjaldtölvu, ekki samsuðu. 13,3″ spjaldtölva er líka of stórt fyrir mig og ég naut þess ekki að kippa henni með upp í rúm til að lesa eða vafra. En þetta er mjög persónubundið, og klárlega hægt að nota snertiskjáinn á þessari tölvu í eitthvað. Þið megið endilega benda mér á þannig ;)
Afköst og hljóð
Tölvan er með Intel Core i5 örgjörva sem er viftulaus. Tölvan vinnur vel og er hljóðlaus. Tölvan á til það að frjósa í svefni. Við það þarf að halda niðri ræsitakkanum í nokkrar sekúndur til að slökkva alveg á tölvunni. Það er alls ekki nógu gott.
Hátalarnir eru frekar lélegir og það brakar stundum í þeim. Þeir sinna þó hlutverki sínu, en ég mæli með heyrnatólum eða hátölurum ef þú vilt spila tónlist á tölvunni (ég mæli aldrei með fartölvu hátölurum fyrir tónlist).
Samantekt
Dell XPS 13 2-in-1 er falleg og öflug fartölva með ótrúlega góðum skjá, létt og meðfærileg, með mjög gott lyklaborð og úrval tengja sem uppfyllir kröfur fyrir tölvu af þessari stærð og þykkt.
Ég get mælt með Dell XPS 13 2-in-1 en það þyrfti að laga svefnvandamál tölvunnar.