Segðu sögu með Diptic myndaforritinu
Mynd segir meira en þúsund orð og margar myndir enn meira.
Diptic er app sem gerir þér kleift að setja saman margar myndir eftir ákveðnu skipulagi. Þegar skipulagið er ákveðið er hægt að velja myndir í hvern ramma og stilla stærðina á hverri mynd með “pinch to zoom” eiginleikanum. Einnig er hægt að snúa myndum og spegla þær í “transform” flipanum. Síðasta stillingin er svo “Effects” þar sem stærð á ramma utan um hverja mynd er ákveðin sem og birtustig og aðrar álíka stillingar.
Appið býður upp á að vista myndina í símanum eða deila henni áfram með tölvupósti eða á samfélagsmiðla. Það er sérstaklega algengt að fólk taki myndir, raði þeim saman í Diptic og deili svo á Instagram.
Diptic á App store (iPhone, iPad, iPod touch)