Spila Einvígi

Order & Chaos er skemmtilegur og frír spilasöfnunar leikur með skemmtilegum söguþræði.
Í byrjun leiksins tengir leikmaðurinn sig inn með notendanafni, facebook eða gameloft aðgangi.Screenshot_2013-04-05-17-33-55

Næst velur leikmaðurinn hvort hann sé mennskur, álfur, durtur (e. orc) eða uppvakningur. Einnig velur hann hvort hann sé bardagamaður, múnkur, galdrakarl eða bogamaður.
Þegar leikmaður er ekki í leiknum heldur hann samt áfram að safna fjársjóði fyrir þig, sem þú notar síðan til að versla sér auka krafta sem og hluti sem aðstoða í einvígum.  
Screenshot_2013-04-05-17-38-24
Screenshot_2013-04-05-17-35-38 Screenshot_2013-04-05-17-34-51
Því næst byrjar leikurinn að draga leikmanninn inn í söguþráðinn. Ég valdi að vera álfa bogamaður og byrjaði söguþráðurinn þar sem ég var í fangelsi án neinna spila, annar álfur kemur og bjargar mér og lætur mig hafa nokkur spil svo ég geti barist út úr fangelsinu.

Til að spila út spilum gegn mótherjanum, þarf leikmaðurinn að henda spilum til að byggja upp orku, til að geta spilað út betri eiginleikaspilum.

Þegar spilin ráðast á hvert annað helst skaðinn á spilunum milli umferða á skrímslum spilenda. Þegar skrímslin deyja fer skaðinn yfir á hetju spilandas. Mörg af spilunum hafa sérstaka eiginlega sem aðstoðar hetjuna í bardögum sem og hetja sjálf sem hægt er að virkja með nokkra umferða millibili. Hægt er að spila út hinum ýmsa búnaði og vopnum á hetjuna sem og á spil mótherjans.

Eftir að hafa unnið viðureign fær leikmaðurinn spil í verðlaun sem hann getur notað til að betrumbæta spilabúnkann sinn sem hann getur svo notað í framtíðar viðureignum gegn tölvunni eða gegn öðrum spilurum.

Hægt er að spila við vini á netinu til að keppast um hver hefur byggt upp bestu hetjuna og safnað bestu spilunum. Leikmaðurinn fær stig fyrir hvernig honum gengur að spila á móti öðrum leikmönnum og er hægt að vinna sig upp metorðastiga í leiknum fyrir vikið.

Hægt er að kaupa ýmsa hluti til að gera viðureignirnar auðveldari. Leikurinn verðlaunar þig fyrir að opna leikinn reglulega með spilapeningum sem hægt er að nota til að kaupa hluti. Sniðugt er að slökkva á tilkynningum frá leiknum annars lætur hann þig vita á klukkutíma fresti þegar verðlaunin berast.

Leikurinn er frír og eins og með flesta fría leiki er hægt að nota alvöru peninga til að kaupa sér spilapening í leiknum.

Leikurinn lítur ótrúlega vel út, flottar teikningar og eru yfir 250 mismunandi spil sem er hægt að nota í heildina.

Ótrúlega auðvelt að detta inn í þennan leik og mælum við hiklaust með þessum leik fyrir þá sem hafa áhuga á safnspila leikjum líkt og Magic og Pokémon.