Gerðu myndirnar enn flottari í WP7 símanum þínum
Það er til urmull af snjallsímaforritum sem breytir þeim myndum sem teknar eru með myndavélum þeirra. Oftast virðist þetta snúast um að láta myndirnar líta út fyrir að hafa verið teknar með 70 ára gamalli tækni eða að myndin hafi verið framkölluð og geymd bakvið ísskáp í nokkur ár. Það fer þó eftir notandanum og aðal atriðið er að hafa frelsið til að breyta myndunum sínum og leika sér með þær.
Ef þig langar að henda þér út í einhverjar svona pælingar með WP7 símann þinn mæli ég eindregið með Pictures Lab forritinu. Margar af helstu stillingunum sem við þekkjum úr sambærilegum forritum fyrir iOS og Android eru þarna. Það er hægt að bæta við fallegum römmum, snúa myndanum, skera þær til, breyta lit o.s.frv. o.s.frv. Það er mjög einfalt að deila myndum úr forritinu og forritið allt er mjög flott og þægilegt í notkun.
Forritið kostar $2.99 en þú getur prufað það frítt og prófað alla eiginleika forritsins áður en þú kaupir þér það.