Nokia í Bretlandi hélt kynningu í gær til að fagna kynningu á Nokia Lumia 800 símanum sem keyrir á Windows Phone stýrikerfinu.
Það var enginn annar en tónlistarmaðurinn Deadmau5 sem var fenginn til að spila og lýsa upp Millbank Tower bygginguna með því að varpa 4D myndum á hana. Viðburðurinn var í beinni útsendingu á Facebook síðu Nokia í Bretlandi, Facebook.com/nokia.uk.

Deadmau5 á Nokia Lumia Live í gærkvöldi
Eitthvað var um tæknilega örðugleika því óvenju mikið álag var á vefþjónum sem sáu um hýsingu fyrir þennan viðburð. Deadmau5 vandar ekki tæknimönnum kveðjurnar á Facebook sinni í dag og kallar þá m.a. trúða og segir þá engan veginn hafa staðið sig. Engu að síður var sýningin stórglæsileg miðað við þau myndbönd sem komu á Youtube.com í dag.
Hér má sjá hluta af sýningunni en síðar í dag verður hægt að sjá í háskerpu í heild sinni á Facebook.com/nokia.uk
Fylgstu með Simon.is á Facebook
2 Comments »