Tasker fyrir Android er eins og sterar fyrir snjallsíma

Stundum er talað um að Nasa hafi komið mönnum á tunglið með tölvum sem voru ekki jafn öflugar og símar eru í dag. Líklega er eitthvað til í því og líklega eru flest okkar ekki að nýta okkur allt það sem frekar dýri snjallsíminn okkar getur gert. Tasker forritið fyrir Android síma er dæmi um þá dýpt aðgerða sem þessi tækni býður raunverulega upp á.

Á meðan forritið er ekki það aðgengilegasta fyrir meðal notandann eru styrkir þess það miklir að Tasker er að mínu mati eitt besta snjallsíma forritið sem til er í dag og klárlega peninganna virði.

En hvað gerir Tasker? Tasker gengur út á að þú setur upp ákveðnar breytur eins og tímasetningu, dagsetningu eða staðsetningu svo eitthvað sé nefnt og segir símanum þínum hvað hann á að gera í þessum aðstæðum.

Sæm dæmi er hægt að vera með einfaldar stillingar eins og að það poppi upp valmöguleiki um tónlistarforritin þín þegar þú stingur heyrnartólum í símann. Þá er hægt að láta símann sjálfkrafa kveikja á og slökkva á GPS um leið og maður opnar forrit eins og Maps eða Runkeeper. Það er hægt að setja símann í Airplane Mode yfir nóttina (til að spara batterí) og láta símann sjálfkrafa á silent ef það er fundur á dagatalinu þínu. Þetta eru aðeins örfá dæmi um hvað hægt er að gera, og þegar maður kafar dýpra er manni ljóst að manns eigin hugmyndaflug er líklega að fara að hamla manni meira en hvað þetta forrit getur gert.

Tasker er ekki frítt en býður upp á frían prufuaðgang.

Þar sem forritið er ekki mjög einfalt í uppsetningu mæli ég með að þú kynnir þér eftirfarandi síður ef þú ákveður að prófa Tasker:
http://tasker.dinglisch.net/
http://tasker.wikidot.com/
http://tasker.dinglisch.net/userguide/en/index.html

En þó Tasker sé líklega flóknasta og ‚flottasta‘ sjálfvirkniforritið fyrir Android eru aðrir góðir valkostir í boði eins og Locale, AutomateIt og Llama (Market linkar neðst).

Hvað með þig? Notar þú einhver forrit á borð við þessi og ef svo er, hvernig nýtir þú þér þau til að gera þér lífið auðveldara?

Tasker á Android Market
Llama á Android Market
Locale á Android Market

 

 Fylgstu með Simon.is á Facebook

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] skrifaði um daginn aðeins um Android appið Tasker sem ég vil meina að geti breytt símanum þínum í alvöru snjallsíma með því að framkvæma […]

Comments are closed.