Ókeypis leiðsöguforrit fyrir Windows 8 – væntanlegt
Microsoft og Nokia tilkynntu í dag að hið frábæra Nokia Drive leiðsöguforrit yrði fáanlegt ókeypis í alla Windows Phone 8 snjallsíma. Til að byrja með verður þetta einungis mögulegt fyrir notendur í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi en telja verður líklegt að önnur lönd fái aðgang að Nokia Drive fljótlega.
Þeir sem eiga Nokia Lumia þekkja þetta forrit vel og virkar það mjög vel á Íslandi. Hægt er að sækja nákvæmt Íslandskort (um 55Mb) og fá beygju til beygju leiðsögn á íslensku.
Simon hefur fjallað um Windows Phone 8 og þar fær Nokia Drive frábæra dóma hjá okkur.
Sjá hér Windows Phone 8 umfjöllun og hér Nokia Lumia 920 umfjöllun.
Heimild: Microsoft