Ókeypis leiðsöguforrit fyrir Windows 8 – væntanlegt

Microsoft og Nokia tilkynntu í dag að hið frábæra Nokia Drive leiðsöguforrit yrði fáanlegt ókeypis í alla Windows Phone 8 snjallsíma. Til að byrja með verður þetta einungis mögulegt fyrir notendur í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi en telja verður líklegt að önnur lönd fái aðgang að Nokia Drive fljótlega.

 

Nokia Drive

Nokia Drive

 

Þeir sem eiga Nokia Lumia þekkja þetta forrit vel og virkar það mjög vel á Íslandi. Hægt er að sækja nákvæmt Íslandskort (um 55Mb) og fá beygju til beygju leiðsögn á íslensku.

Simon hefur fjallað um Windows Phone 8 og þar fær Nokia Drive frábæra dóma hjá okkur.
Sjá hér Windows Phone 8 umfjöllun og hér Nokia Lumia 920 umfjöllun.

Heimild: Microsoft