Microsoft kynnir Windows 10 – myndband
Microsoft kynnti nýjustu útgáfu af Windows strýrikerfinu í San Francisco í gær. Ef við eigum að lýsa Windows 10 í einni setningu er best að segja bara: Windows 7 snýr aftur.
Windows 8 hlaut ekki góðar viðtökur á sínum tíma og Windows 10 er svar við því. Start hnappurinn er mættur aftur en margir eiginleikar úr Windows 8 eins og live tiles og snap mode verða hluti af nýja viðmótinu. Joe Belfiore hjá Microsoft lýsti því sem gamli góði Prius sem þú þekkir en með framúrstefnulegum eiginleikum Tesla. Stýrikerfið er hannað fyrir margskonar tæki, hvort sem það eru litlar eða stórar skjástærðir óháð því hvort það séu snertiskjáir eða tæki sem styðjast við mús, lyklaborð eða nýstárlegri jaðartæki eins og snjallpenna. Auk þess verður ein app verslun fyrir öll tæki.
Microsoft setur Windows Insider Program af stað í dag fyrir hugbúnaðarframleiðendur sem vilja prófa nýja stýrikerfið áður en það kemur formlega út. Við hin þurfum hinsvegar að bíða til næsta árs.
Hægt er að horfa á kynninguna í heild sinni hér:
Windows 10? Ég hefði getað svarið að þeir voru komnir alveg upp í 95 á tímabili.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 30, 2014
Windows 10 lofar ekki góðu. Microsoft hræra saman “touch” og “desktop” í einhverja stefnulausa drullu. #Windows10
— Gunnlaugur Reynir (@GulliReynir) September 30, 2014
hversu margir eru búnir að segja Windows 9 brandara? “Windows 8 was so bad they skipped Windows 9 and went straight to Windows 10”?
— Atli Yngvason (@atliy) September 30, 2014
hehehe CMD á demo #WTF
— Jon Olafsson (@jonolafs) September 30, 2014
XP joke aside, these changes look great. Exactly what is needed to help push Windows users forward without too much radical change.
— Joanna Stern (@JoannaStern) September 30, 2014
Windows 10 = Windows 8 apps + Windows 7 desktop experience = HOW DID YOU NOT DO THIS LAST TIME
— David Pierce (@piercedavid) September 30, 2014
So things Microsoft didn’t show today are consumer-focused. There’s going to be a massive overhaul of Skype for Windows 10.
— Tom Warren (@tomwarren) October 1, 2014