Streymdu tónlist með SkyDrive
Með fyrirvara um að notandi ber ábyrgð á höfundarvörðu efni
Það er mjög einfalt að streyma tónlist milli tölvu og snjallsíma í dag og hér munum við sýna hvernig þetta er gert á Windows Phone 8 síma. Sama aðferð ætti að virka á öllum Windows og Apple tölvum ásamt Android, iOS og Windows 8 símum og spjaldtölvum.
Eina sem þú þarft að er vera SkyDrive notendi en allir notendur fá ókeypis 7 GB sem ætti að duga flestum.
Hvernig set ég tónlist á “ský´ið” ?
Á tölvunni geturðu farið 2 leiðir til að hlaða tónlist inn á SkyDrive (uppá skýið)
- Notað www.skydrive.com
- Notað Skydrive forriti
Hér er þetta sýnt með SkyDrive forriti
- Opnaður SkyDrive möppu á tölvunni
- Gerðu tóma möppu sem heitir t.d. “Media”
- Settu þangað þau lög sem þú vilt gera aðgangilega á öðrum tækjum.
Þetta er allt og sumt sem notandi þarf að gera, núna eru lögin kominn „á skýið“ og aðgengileg í gegnum SkyDrive Appið.
Hvernig spila ég tónlistina “af ský´inu”?
Hér er þetta sýnt á Windows Phone síma, best er að vera með SkyDrive app uppsett.
Fyrst er SkyDrive app opnað en þá sést yfirlit yfir aðgengilegar möppur en þar er smellt á “Media” sem búin var til áðan. Þar sjást lögin sem hlaðið var upp á tölvunni áður en til að hefja afspilun er einfaldlega smellt lag og afspilun hefst.
Auka virkni
Aðferðin hér að ofan býður uppá að spila eitt lag í einu, hægt er að búa til afspilunarlista (Playlista) með SkyMusic sem er fáanlegt á Marketplace fyrir 149 Kr (prufuútgáfa fáanleg). Skemmtilegt forrit en notandi þarf að muna að útbúa möppu á SkyDrive sem heitir Music og þar undir mappa með flytjanda og síðan platan. Þetta er þá sem sagt SkyDriveMusicflytjandiplatamp3 og jpg
Hvað finnst okkur?
Þetta verður að teljast mjög einföld og þæginleg útfærsla á tónlistarstreymi. Aðgengi að skýinu með appi hjálpar líka til við að einfalda útskipti á lögum og þannig uppfæra spilunarlista vikunnar. Þessar leiðbeiningar miðast við Windows Phone en væri gaman að heyra í ykkur og hvort að SkyDrive virki jafn vel á öðrum stýrikerfum.
Við minnum samt alla á að ekki er ráðlegt að nota þetta yfir 3G og að þessi umferð sem og önnur skýumferð telst sem erlent niðurhal.
Hér er hægt að nálgast SkyDrive fyrir Windows (Desktop og Metro), Mac, Windows Phone, Android og fyrir iPhone og iPad