SpeedyKey: nýtt lyklaborð á íslensku fyrir iPhone og iPad

SpeedyKey-App-LogoiOS notendur hafa lengi horft með öfund á Android síma og spjaldtölvur vegna þeirra fjölmörgu valmöguleika sem eigendur þeirra hafa hvað varðar lyklaborð. Eftir útgáfu iOS 8 hafa Apple aðdáendur loks tækifæri til að njóta sama frelsis. SpeedyKey er lyklaborð sem hannað er af einsmannsteyminu honum Eiriki Meitilberg frá Færeyjum, og er sérhannað með tungumál Norðurlandanna í huga, þar á meðal íslensku.

Lyklaborðið gerir notandanum kleift að skrifa hraðar, hreyfa bendilinn auðveldlega, senda fyrirfram skrifuð skilaboð, setja áminningar í tengslum við þau skilaboð og margt fleira.

Eftir að hafa skotist beint á toppinn í App Store í Danmörku, þar sem lyklaborðið var fyrst sett á markað, er það nú fáanlegt alls staðar. Lyklaborðið styður ensku, dönsku, sænsku, norsku, færeysku, Íslensku og spænsku og munu fleiri tungumál bætast við á næstunni.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband um lyklaborðið og þá fjölmörgu eiginleika það hefur upp á að bjóða.

Appið er frítt í App Store og má nálgast hérna.